Fyrirtækið
Um okkur
Toppfiskur er fjölskyldufyrirtæki þar fjölskyldumeðlimir hafa umsjón með öllum rekstri. Toppfiskur framleiðir yfir 7.000 tonn á ári af þorski og ýsu í 5000 m2 verksmiðju sinni í Reykjavík.
Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns af ýmsum þjóðernum og við rekum öfluga og barnvæna starfsmannastefnu.
Fiskvinnslan er búin fullkomnustu vélum og tækjum. Fiskur er unninn með nútíma hátækni kerfum, nýjum vélum, flæðilínum og flokkunarlínum sem stýrt er með fullkomnum tölvum og hugbúnaði sem tryggir skjóta og skilvirka vinnslu og hámarks gæði.
Við vinnum fisk úr sérvöldum fiskiskipum sem sjá okkur fyrir mesta gæðahráefni, sem völ er á. Fyrirtækið skilar ferskri hágæða vöru sem uppfyllir ströngustu kröfur viðskiptavina okkar, sem sætta sig ekki við annað en það allra besta. Við kaupum einnig fisk frá íslenskum fiskmörkuðum og veljum einungis allra besta hráefnið, sem í boði er, jafnframt því sem við viðhöldum nánum tengslum við valda undirverktaka til að tryggja afhendingu og afgreiðslu stórra pantana.
Til að tryggja ferskleika vörunnar og skjóta afhendingu til viðskiptavina okkar í Evrópu við vinnum náið með Icelandair Cargo og Bluebird flytja vörur okkar á erlenda markaði.