Vottanir
Gæðakerfin og vottanir
Toppfiskur uppfyllir öll helstu gæðakerfi sem erlendir kaupendur gera kröfur um og getur því afhent vöru inn á alla markaði án þess að þurfa að gera neinar breytingar á vinnslu umhverfinu:
-
HACCP – “Hazard Analysis Critical Control Point” er alþjóðlegt gæðaeftirlitskerfi sem er notað í matvælaiðnaði og lyfjaiðnaði um allan heim og er krafist af kaupendum í Evrópu og Ameríku.
-
BRC - “British Retail Consortium Food Standard” er gæðaeftirlitskerfi og gæðastaðfesting á framleiðanda sem er gefin út af BRC sem eru samtök smásöluaðila í Bretlandi.
-
Marine Stewardship Council - MSC vottun fékk Toppfiskur 21. Nóvember 2012. MSC vottun er virtasta alþjóðlega vottunarkerfið á rekjanleika afurða. Með MSC vottun tryggjum við öryggi vörunnar og réttar upplýsingar til viðskiptavina.





