top of page

Starfsstöðvar

Reykjavík

 

Aðalstöðvar Toppfisks og framleiðsla er að Fiskislóð 65 í Reykjavík.  Húsið er búið öllum fullkomnustu tækjum til móttöku og framleiðslu á hágæða flökum og bitum.  Hvort heldur er í hráefnismóttöku þar sem bestu vélar sjá um að hausa og flokka fiskinn  og flaka til að ná hámarksnýtingu, eða í framleiðslusalnum þar sem vinnslulína er notuð við vinnsluna og síðan taka við Marel flokkarar og frystar til að frysta þær afurðir sem ekki fara ferskar.

Húsnæðið að Fiskislóð 65 er 2.800 fermetrar og er vel við haldið á allan hátt, bæði að innan sem að utan.  Lóð og allt umhverfi er frágengið og snyrtilegt.

Alls eru um 60 starfsmenn í vinnslunni í Reykjavík

Bakkafjörður

 

Toppfiskur rekur einnig fiskvinnslu á Bakkafirði.  Keypt  2007 og þar er unnið að saltfiskframleiðslu ásamt því að þurrka fisk fyrir Nigeríumarkað.  Vinnslan á Bakkafirði hefur verið endurnýjuð og stenst nú samanburð við bestu saltfiskvinnslur á landinu. Einnig er verið að vinna ferskar afurðir og hefur verið töluverð aukning á ferskum afurðum árið 2017.

Vinnsluhúsið á Bakkafirði er um 1300 fm, en til viðbótar er 800 fm þurrkun og verbúð fyrir 10 – 12 manns. Starfsmannafjöldi á Bakkafirði er að meðaltali 15 manns.

Copyright © 2017-2018 Toppfiskur ehf    Address: Fiskislóð 65, 101 Reykjavík, Iceland   Tel: +354 562 1344    Fax: +354 562 2714    email: toppfiskur@toppfiskur.is

  • w-facebook
  • Twitter Clean
bottom of page