top of page

Fisktegundir

Íslenskur fiskur, sem veiddur er í heilnæmasta sjó veraldar, er frægur á alþjóðamarkaði fyrir gæði og bragð. Toppfiskur sérhæfir sig í útflutningi á þorski og ýsu, bæði til smásala í neytendaumbúðum og  fyrir frekari undirbúning, eldun og vinnslu. Félagið hefur einnig unnið steinbít og karfa fyrir einstaka viðskiptavini.

Þorskur - Gadus morhua
Þorskur er samheiti fyrir næstum 60 tegundir úr fjölskyldu verðmætra matfiska. Þorskur heldur sig aðallega í köldum eða tempruðum norðurhöfum, á 180 til 360 m dýpi fara um mjög stórt svæð. Þorskurinn telst til botnfiska. Atlantshafsþorskurinn er jafnan meðalstór, en getur vegið allt að 90 kg (200 pund) og náð 1,8 m lengd. Hann er græn-grár yfir í dökk brúnt og jafnvel rauður með marmaramynstur á höfði, baki og hliðum. Hann er gráðugt rándýr sem lifir á síld, sandsílum og öðrum smáfiskumn. Þorskur er bæði herramannsfæða og uppspretta þorskalýsis.

Ýsa - Melanogrammus aeglefinus

Ýsa er botnsjávarfiskur úr þorskafjölskyldunni. Munnur hennar er minni en þorsksins, framugginn er lengri og u.þ.b. 60 cm svört lína liggur eftir hlið hennar, brún að ofan, silfurlituð að neðanverðu og svartur blettur er á hvorri hlið, aftan við tálknin. Ýsan fer um í stórum torfum og finnst í miklu magni um norðanvert Atlantshaf allt frá Íslandi til austurstrandar Bandaríkjanna. Hún nærist aðallega á litlum hryggleysingjum og er oft seld reykt eða þurrkuð (harðfiskur).

Steinbítur - Anarhichas lupus

Steinbítur er af Anarhicas fjölskyldunni og nærist aðallega á skelfiski. Hann getur orðið allt að 20 kg að þyngd og 1,5 metrar að lengd. Hann þykir afar bragðgóður.

Karfi - Sebastes marinus

Karfi er af ættkvísl karfa sem telur um hundrað tegundir. Meðal þeirra er gullkarfi og djúpkarfi, sem veiðast hér við Ísland. Gullkarfinn heldur sig nær landi og á minna dýpi en djúpkarfinn. Fæða þessara fiska er gjarnan síli, seiði og ýmsir smáfiskar á borð við síld og loðnu.

Copyright © 2017-2018 Toppfiskur ehf    Address: Fiskislóð 65, 101 Reykjavík, Iceland   Tel: +354 562 1344    Fax: +354 562 2714    email: toppfiskur@toppfiskur.is

  • w-facebook
  • Twitter Clean
bottom of page