Vinna á Íslandi
Allir væntanlegir innflytjendur til Íslands, sem vilja vinna, að undanskildum ríkisborgurum ESB og EES ríkja, verða að hafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi. Þessi leyfi verður að útvega áður en flutt er til landsins.
Til þess að fá atvinnuleyfi er nauðsynlegt að hafa dvalarleyfi. Til að fá dvalarleyfi er nauðsynlegt að sýna fram á að þú getir séð þér farborða og í flestum tilfellum verður þú að sýna fram á að þú hafir fundið vinnu.
Laun
Þó aðstæður geti verið eilítið ólíkar hjá mismunandi stéttarfélögum gildir eftirfarandi almennt:
Lágmarkslaun fyrir hverja stöðu eru ákveðin með samningum hvers stéttarfélags við samtök atvinnurekenda. Kaup þitt skal aldrei vera lægra en segir í þessum samningi.
Falli frídagar á virka daga, eru dagvinnulaun greidd. Vinnir þú á frídegi færðþú í flestum tilfellum greidda bæði yfirvinnu og dagvinnu.
Það skal tekið fram að reglur um vinnutíma og laun greidd á lög- eða samningsbundnum frídögum geta verið aðrar fyrir þá sem vinna á vöktum. Fyrir starfsmenn sem þetta á við um kunna að vera greiddir sérstakir bónusar til viðbótar við föstu laun. Einnig kunna að gilda sérstök skilyrði varðandi vetrarfrí.
Mundu að launaskalinn sem stéttarfélag eða fagfélag semur um nær einungis yfir lágmarkslaun og aðstæður og því er ekki löglegt að ráða fólk til starfa á lægra kaupi en kveðið er á um í þeim samningi.
Orlof
Almenna reglan er sú að þú átt rétt á tveimur frídögum fyrir hvern unninn mánuð. Þessi regla gildir ekki ef þú ert fjarverandi frá vinnu, að undanskildum dögum þegar þú ert fjarverandi vegna veikinda. Í öllum kjarasamningum eru ákvæði um orlofslaun. Lágmarks upphæð er 10,17% til viðbótar grunnlaunum þínum. Orlofslaun er hægt að greiða á fjóra vegu. Féð má greiða í hverjum mánuði í sérstakan bankareikning (orlofsreikning).
Þú getur fylgst með fjárhæð orlofslauna þar sem þau koma fram á mánaðarlegum launaseðli þínum. Í öðru lagi er hægt að greiða orlofslaun með síðustu launum, sem þú færð greidd áður en þú ferð í frí. Í þriðja lagi, þú færð venjuleg laun meðan á orlofi stendur.
Fyrir þá sem hafa unnið yfirvinnu á árinu, má greiða auka orlofslaun inn á reikninginn þinn eða greiða út þegar frí byrjar. Í fjórða lagi má greiða orlofslaun í einu lagi þegar starfssamningur rennur út eða þegar þú hættir að vinna fyrir fyrirtækið. Það er ekki ráðlegt að fá orlofslaun greidd sem hluta af þínum mánaðarlegu launum.
Lífeyrissjóðir og Líftryggingasjóðir
Almenna reglan er sú að iðgjald greitt í lífeyrissjóð eða reversionary lífeyri er 12% af heildar launapakka. Starfsmaður greiðir 4% af þeirri upphæð, og vinnuveitandi greiðir til viðbótar 8%. Starfsmaður getur einnig valið að nýta viðbótarsparnað þar sem starfsmaður greiðir 4%, en vinnuveitandi greiðir 2%, og ríkið greiðir til viðbótar 0,4% í formi skattaafsláttar.
Markmið þessara sparnaðarleiða og lífeyrissjóða er að tryggja bætur til starfsmanna á eftirlaunum, öryrkja á vinnumarkaði, og líftryggingarbætur fyrir eftirlifandi börn og maka.
Sjúkradagpeningar og bætur fyrir slys á meðan á vinnu stendur
Frá fyrsta vinnudegi á starfsmaður rétt á að fá laun í allt að þrjá mánuði verði hann fyrir vinnuslysi. Vinnuslys tlejast það vera þegar viðkomandi er í vinnu, rekur erindi vegna vinnu og er á leið til eða frá vinnu þegar slys verður.
Til að fá sjúkradagpeninga verður þú að hafa unnið í að minnsta kosti einn mánuð hjá sama vinnuveitanda. Eftir einn mánuð á starfsmaður rétt á tveimur greiddum veikindadögum í hverjum mánuði. Fjöldi áunninna veikindadaga eykst eftir 2, 3, og 5 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda.
Trúnaðarmenn og fulltrúar verkalýðsfélaga
Í fyrirtækjum, sem hafa fimm starfsmenn eða fleiri, er yfirleitt einn starfsmaður sem gegnir hlutverki tengiliðs milli stéttarfélags, stjórnenda og starfsmanna. Þessi fulltrúi skal hafa allar upplýsingar um réttindi og skyldur starfsmanns. Hann eða hún fylgist líka með því að öllum reglum sé fylgt.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um réttindi eða skyldur er ráðlegt að ræða þær við trúnaðarmann á vinnustað. Sé ekki trúnaðarmaður sem þú veist um getur þú haft samband við stéttarfélag þitt eða Alþjóðahús og leitað aðstoðar.