top of page

Vinna hjá okkur

Sem fjölskyldurekið fyrirtæki er starfsmanna umhverfi okkar og menning eins og um „fjölskyldu“ sé að ræða. Við kappkostum að efla stöðugt samskiptin við starfsmenn og passa að dyrnar séu ávallt opnar fyrir þá. Framtíðarsýn okkar styður hilbrigt jafnvægi milli vinnu og einkalífs til að mæta þörfum starfsmanna og styrkja sterka liðsheild innan fyrirtækisins.

 

Toppfiskur notar nýjustu tæki og vélar til að tryggja góð starfsskilyrði. Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi með fjölskylduvænum og vingjarnlegum anda og við leggjum áherslu á að veita starfsfólki okkar stuðning á vinnustað. Endurnýjuð starfsstöð okkar býður upp á stórt og snyrtilegt mötuneyti, góða hreinlætis- og búningsaðstöðu og staðsetningin við Reykjavíkurhöfn, nálægt hjarta borgarinnar veitir greiðan aðgang að almenningssamgöngum.

Toppfiskur snýst um meira en vinnu. Við njótum þess einnig að verja tíma saman í frístundum og starfsmannafélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum. Þar ber hæst árshátíðina, sem er meira en dansleikur því einnig er farið í ferðalag á vegum fyrirtækisins og skipulögð hátíð fyrir fjölskyldur starfsmanna. 

Meðal þess sem gert hefur verið er að halda kvöld með kúrekadönsum, fara í spennandi kajakferð og hestaferðir fyrir fjölskylduna, auk þess sem fjölskylduhappdrættiskvöld vakti mikla lukku. Mæting er ávallt góð og við skemmtum okkur saman og hvetjum alla fjölskylduna til að taka þátt.

Copyright © 2017-2018 Toppfiskur ehf    Address: Fiskislóð 65, 101 Reykjavík, Iceland   Tel: +354 562 1344    Fax: +354 562 2714    email: toppfiskur@toppfiskur.is

  • w-facebook
  • Twitter Clean
bottom of page